Fundur er hafinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur fyrir nefndina.
Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar samþykktu á fundi nefndarinnar í desember að hefja frumkvæðisathugun á því hvernig Kristján Þór hygðist láta meta hæfi sitt vegna tengsla við útgerðarfélagið Samherja og hvort tilefni hefðu verið til slíkrar athugunar fyrr í ráðherratíð hans.
Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, er einnig gestur fundarins og búist er við að hann standi til klukkan 11.