Hverjir sóttu kvöldverð sem útsvarsgreiðendur greiddu fyrir rúma hálfa milljón þann 1. nóvember sl. í Höfða í tilefni af samgöngusáttmála? Hver tók ákvörðun um þessa móttöku?
Þannig hljóðaði fyrirspurn sem áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í forsætisnefnd borgarstjórnar á föstudaginn. Fyrispurninni var vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Fyrirspurnin er tilkomin vegna yfirlits yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á sama fundi. Þar kemur fram að áætlaður kostnaður við þessa tilteknu móttöku væri 506.544 krónur.
Í yfirlitinu, sem nær frá 11. ágúst 2019 til dagsins í dag, kemur fram að borgin hélt níu móttökur á þessu tímabili, sem kostnaður hlaust af. Samtals nam hann rúmum 3,3 milljónum króna. Dýrasta móttakan var vegna stjórnendadags starfsfólks Reykjavíkurborgar, kr. 914.795.