Falsaðir evruseðlar í umferð

Einn af 100 evru seðlunum sem notaðir voru.
Einn af 100 evru seðlunum sem notaðir voru. Ljósmynd/Lögreglan

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að um helg­ina hafi svindl­ur­um tek­ist að koma nokkru af evru­seðlum í um­ferð. Aðferðin sem þeir beittu var að greiða fyr­ir ódýr­ar vör­ur eða þjón­ustu með 100 og 200 evru seðlum. Þeir herjuðu einna helst á sól­ar­hrings­versl­an­ir, leik­tækja­sali og leigu­bíla. Þetta var hóp­ur sem fór víða að sögn lög­reglu. 

„Svindlar­arn­ir fóru stutt­ar ferðir með leigu­bíl­um eða keyptu síga­rett­ur og smá­vör­ur en fengu svo af­gang í ís­lensk­um krón­um. Þannig tókst þeim að verða sér úti um tals­verða peninga.

Fljótt á litið eru þetta sam­bæri­leg­ir seðlar evr­um. En þeir stand­ast enga nán­ari skoðun ef menn vita að hverju á að leita. Svo virðist sem að svindlar­arn­ir hafi verið með búnt af fölsk­um seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni. 

Hún tek­ur fram að rann­sókn­inni í þessu máli miði vel áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert