Gamli-Garður stækkaður

Framkvæmdir við stækkun Gamla-Garðs eru nú í fullum gangi. Gert er ráð fyrir 69 stúdentaherbergjum í tveimur nýjum þriggja hæða byggingum sem munu verða tilbúnar haustið 2021.

Eins og sjá má á þessum drónamyndum eru jarðvegsframkvæmdir vel á veg komnar en meðan á framkvæmdum stendur má gera ráð fyrir einhverju raski á aðkomu að skólanum en leggja þarf nokkur bílastæði undir aðstöðu verktakans sem er Ístak.  

Andrúm arkitektar sáu um hönnun en í henni er gert ráð fyrir að hún falli vel að nú­ver­andi bygg­ing­um á há­skóla­svæðinu en Gamli-Garður var á sín­um tíma teiknaður af Sig­urði Guðmunds­syni arki­tekt. 

Á vef Háskóla Íslands kemur framað  í byggingunum tveimur verði 69 einstaklingsherbergi með sér salernum. Þá verða setustofur, samkomusalur og sameiginleg eldúsaðstaða. 

Hér má sjá hvernig svæðið kemur til með að líta …
Hér má sjá hvernig svæðið kemur til með að líta út. Mynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert