Hæfnisnefndir skipaðar vegna lögregluembætta

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað í nefndirnar.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað í nefndirnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. 

Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna skipunar í stöðu ríkislögreglustjóra:

  • Andri Árnason hæstaréttarlögmaður, formaður,
  • Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins
  • Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR

Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna embætta lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum:

  • Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður, formaður
  • Andri Árnason hæstaréttarlögmaður
  • Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert