Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu nafnanefndar um nöfn á reiðhjóla- og göngustígum í Reykjavík, eða svokölluðum lykilstígum. Nafnanefnd skipuðu Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku, Guðrún Kvaran, prófessor í íslensku, Ásrún Kristjánsdóttir listamaður og Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi og formaður nefndarinnar.
Lykilstígarnir eru sex talsins og nefnast, Mánaleið, Sólarleið, Árleið, Kelduleið, Eyjaleið og Bæjarleið:
Enn fermur var samþykkt að nefna hólmann í Úlfarsá við Grænlandsleið Ketilshólma. Tilurð nafnsins er sú að Hólmfríður Larsen sendi tölvupóst til Reykjavíkurborgar, þar sem hún lagði til að „eyjan“ úti í ánni fengi nafnið Ketilsey eftir föður sínum Katli Larsen. Ketill bjó að Engi við Vesturlandsveg og ræktaði upp „eyjuna“ og þótti afskaplega vænt um hana. Þar sem heitið Ketilsey er nú þegar til á Breiðafirði var samþykkt að hólminn fengi nafnið Ketilshólmi.