Kveðst ekki hafa nein mannslíf á samviskunni

Reynir Traustason í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við hlið hans …
Reynir Traustason í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Við hlið hans situr Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður hans. Standandi er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnþrúðar Karlsdóttur. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er eins og að segja að morð hafi verið framið en síðan er ekk­ert lík. Þetta er úr lausu lofti gripið,“ sagði Reyn­ir Trausta­son þegar aðalmeðferð í máli hans gegn Arnþrúði Karls­dótt­ur fór fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un.

Reyn­ir, sem er meðal ann­ars fyrr­ver­andi rit­stjóri DV og stjórn­ar­maður Stund­ar­inn­ar, sak­ar út­varps­stjóra Útvarps Sögu um ærumeiðandi um­mæli. Hún sakaði Reyni um að hafa mörg manns­líf og ham­ingju fjöl­skyldna á sam­visk­unni eft­ir áður­nefnd störf sín.

Reyn­ir sagði að Arnþrúður hefði ekki fært nein rök fyr­ir máli sínu og að um­mæli henn­ar, sem voru lát­in falla í þætti á Útvarpi Sögu 5. des­em­ber, væru upp­spuni frá rót­um. Reyn­ir krefst þess að þrenn um­mæli verði dæmd dauð og ómerk. Auk þess krefst hann 1,5 millj­óna króna í miska­bæt­ur.

„Sjáðu bara eins og [...] stjórn­ar­formann Stund­ar­inn­ar, Reyni Trausta­son. Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf og fjöl­skyldu­ham­ingju á á sam­visk­unni? Bæði frá því sem rit­stjóri DV og rit­stjóri Stund­ar­inn­ar og þá stjórn­ar­formaður Stund­ar­inn­ar,“ eru ein þrennra um­mæla sem Reyn­ir krefst að verði dæmd dauð og ómerk.

Hef­ur lagt penn­ann á hill­una

Við aðalmeðferð máls­ins fór Reyn­ir yfir 30 ára fer­il sinn í blaðamennsku en hann hef­ur nú lagt penn­ann á hill­una. Hann kvað sér ell­efu sinn­um hafa verið stefnt fyr­ir dóm fyr­ir störf sín sem blaðamaður og rit­stjóri; þar sem tíu mál­um lauk með sýknu og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu dæmdi Reyni einu sinni bæt­ur eft­ir dóm hér á landi.

„Ég, Jón Trausti son­ur minn og Ingi Freyr, bróðir lög­manns, feng­um bæt­ur,“ sagði Reyn­ir en Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lögmaður Arnþrúðar í mál­inu, er bróðir Inga Freys Vil­hjálms­son­ar, fyrr­ver­andi koll­ega Reyn­is á DV og Stund­inni.

Reyn­ir ít­rekaði að hann hefði eng­in manns­líf á sam­visk­unni og að þeir þrír; hann, Jón Trausti eða Ingi Freyr hefðu ekk­ert slíkt á sam­visk­unni.

„Það er reynd­ar siðaðra manna hátt­ur að ef ein­hver er sýknaður er það ekki mál,“ sagði Reyn­ir og bætti við að hann skildi ekki hvers vegna sýknu­mál væru til umræðu.

Reyn­ir sagði að nokkr­um sinn­um hefði verið kvartað yfir störf­um hans til Blaðamanna­fé­lags Íslands. Hann hefði hlotið blaðamanna­verðlaun fyr­ir um­fjöll­un og nokkr­ar til­nefn­ing­ar auk þess.

Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, lögmaður Reyn­is, spurði hann út í grein­ar­gerð lög­manns Arnþrúðar þar sem kom meðal ann­ars fram að Reyn­ir hefði ít­rekað látið þá sem hon­um líkaði illa við finna fyr­ir því.

Reyn­ir sagði það ekki svo vera en benti á að ef­laust þætti þeim sem skrifað væri um illa að sér vegið í ein­hverj­um til­fell­um. „Vil­hjálmi lög­manni fannst það þegar fjallað var um rit­gerðina hans,“ sagði Reyn­ir og leit á lög­mann Arnþrúðar.

Björn var dapr­ari á síðum DV

Reyn­ir var spurður út í meinta per­sónu­lega óvild hans í garð Björns Leifs­son­ar, Bjössa í World Class. Reyn­ir benti á að hann og Björn hefðu verið ná­grann­ar á Flat­eyri á árum áður og að hann hefði samúð með Birni.

„Hann hef­ur lýst því yfir að hann hafi andúð á mér og hati mig,“ sagði Reyn­ir. „Eins og ég þekki Björn er þetta ágæt­is­pilt­ur og ég hef ekk­ert á móti hon­um og ég hef ekki skrifað orð um að hann sé verri en ann­ar. Björn var mikið bros­andi á síðum Séð og heyrt en dapr­ari á síðum DV.“

Aldrei skrifað fals­frétt­ir

Reyn­ir sagðist aldrei hafa skrifað frétt­ir sem hann vissi að væru ósann­ar. „Þetta er það sem blaðamaður­inn á eitt eft­ir á grafar­bakk­an­um; að skrifa ekki fals­frétt­ir. Þeir sem skrifa fals­frétt­ir eiga ekki aft­ur­kvæmt í blaðamennsku,“ sagði Reyn­ir og bætti því við að um­mæl­in væru bein árás á heiður hans sem blaðamanns.

Spurður sagðist Reyn­ir ekki hafa hug­mynd um hvað Arnþrúði gekk til með því að full­yrða að hann hefði manns­líf á sam­visk­unni. „Merki­legt að Arnþrúður mæti ekki sjálf í dóm­inn eft­ir að hún skoraði á mig að mæta,“ sagði Reyn­ir en út­varps­stjóri Útvarps Sögu var hvergi sjá­an­leg.

„Það er al­veg klárt að ég drap eng­an en það get­ur verið að ég hafi bjargað ein­hverj­um,“ sagði Reyn­ir.

Reyn­ir ít­rekaði að um­mæl­in væru ekki fag­leg og að Arnþrúður hefði aldrei bent á nein rök máli sínu til stuðnings. Um­mæli lík þess­um myndu ekki ganga í frétt á nein­um fjöl­miðli. „Þetta er ekk­ert annað en áburður sem geng­ur ekki á heil­brigðum fjöl­miðli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert