Nauðbeygð að semja við Sjúkratryggingar

Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV .
Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV . Haraldur Jónasson

„Það var ekkert annað í boði að hálfu ríkisins. Sjúkratryggingar sögðu strax í upphafi viðræðna að þeim væri afmarkaður þröngur rammi í fjárlögum og fyrir lægi að það yrði niðurskurður á þessu ári sem semja yrði um.“

Þetta segir Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtæka í velferðarþjónustu (SFV), í Morgunblaðinu í dag um nýja þjónustusamninga við hjúkrunarheimilin sem gengið var frá í lok síðasta árs.

Í yfirlýsingu frá samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að þessir samningar séu mikil afturför frá fyrri rammasamningi sem gilti frá 2016 til 2018, en hjúkrunarheimilin hafi verið nauðbeygð til að skrifa undir þar sem ríkið hafi neytt aflsmunar. Í nýju samningunum sé ekki gert ráð fyrir að bætt verði við fjármunum til að mæta aukinni þjónustuþörf þeirra einstaklinga sem muni þurfa að nýta sér þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum á samningstímanum. Í því felist að ef íbúar eins hjúkrunarheimilis þurfi aukna þjónustu vegna heilsufarsástæðna, þá mun fjármagn vegna þjónustu við íbúana ekki verða aukið í réttu hlutfalli við þörfina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert