Reynir sakar Arnþrúði um ærumeiðingar

Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir.
Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir. mbl.is/Samsett mynd

Aðalmeðferð í máli Reyn­is Trausta­son­ar gegn Arnþrúði Karls­dótt­ur fer fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Reyn­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri DV og stjórn­ar­maður Stund­ar­inn­ar, sak­ar út­varps­stjóra Útvarps Sögu um ærumeiðandi um­mæli sem lát­in voru falla í þætti á Útvarpi Sögu 5. des­em­ber 2018.

Reyn­ir krefst þess að um­mæli Arnþrúðar verði dæmd ómerk og að hún verði dæmd til að greiða hon­um 1,5 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

„Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf á á á sam­visk­unni þar sem hann hef­ur lagt heilu fjöl­skyld­urn­ar og fólk í rúst út af at­huga­semda­kerf­um sem hann lét með lyga­f­rétt­um sem að eru fram­leidd­ar?“ 

Við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Við aðalmeðferðina í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þetta er meðal um­mæla sem Reyn­ir krefst að verði dæmd dauð og ómerk en hann seg­ir þau vega gróf­lega að æru hans og starfs­heiðri sem blaðamanns og rit­stjóra.

Fram kem­ur að Reyn­ir hafi fengið veður af um­mæl­un­um eft­ir að fólk benti hon­um á þau í kjöl­far þátt­ar Arnþrúðar á Útvarpi Sögu 5. des­em­ber 2018. Um­mæl­in hafi fengið mjög á Reyni og seg­ir hann að þau hafi verið til þess fall­in að vega gróf­lega að starfs­heiðri hans og per­sónu og skaða or­stír hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert