Úrvinnslusjóður í kreppu

Úrvinnsla. Á meðal vöruflokka með úrvinnslugjaldi eru ökutæki, hjólbarðar, spilliefni, …
Úrvinnsla. Á meðal vöruflokka með úrvinnslugjaldi eru ökutæki, hjólbarðar, spilliefni, veiðarfæri, raftæki, umbúðir, heyrúlluplast, pappi og pappír. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrvinnslusjóður á í stökustu vandræðum með að sinna þeim verkefnum sem honum hafa þegar verið falin við núverandi kringumstæður. Að óbreyttu getur sjóðurinn ekki tekið við nýjum verkefnum.

Þetta kemur fram í bréfi Félags atvinnurekenda, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu til fjármála- og efnahagsráðuneytisins 6. janúar sl. Samrit var sent til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Umrædd félög og samtök eiga öll fulltrúa í stjórn Úrvinnslusjóðs en auk þeirra sitja þar tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra.

Samtökin segja að grundvallarbreyting hafi orðið á starfsskilyrðum sjóðsins við gildistöku laga um opinber fjármál (123/2015). Samkvæmt lögum um úrvinnslugjald (162/2002) skuli tekjur af úrvinnslugjaldi, þar með taldar vaxtatekjur, renna óskiptar til Úrvinnslusjóðs að undanþegnu 0,5% umsýslugjaldi. Þegar lög um opinber fjármál tóku gildi fóru tekjur af úrvinnslugjaldi að renna í ríkissjóð þar sem þær eru meðhöndlaðar sem hverjar aðrar skatttekjur. Á móti fær Úrvinnslusjóður fjárframlag í fjárlögum hvers árs, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert