Viðræður um tvöföldun hafnar

Reykjanesbrautin liggur núna þétt við hlið álversins. Þegar stækkun verksmiðjunnar …
Reykjanesbrautin liggur núna þétt við hlið álversins. Þegar stækkun verksmiðjunnar var á dagskrá árið 2007 stóð til að færa veginn fjær. Nú er aftur komið á dagskrá að hafa veginn áfram í núverandi vegstæði. mbl.is/Árni Sæberg

Vega­gerðin og verk­fræðistof­an Mann­vit leggja til að tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar við Álverið í Straums­vík verði í nú­ver­andi legu veg­ar­ins. Sá kost­ur verði val­inn til frek­ari úr­vinnslu enda ódýr­ast­ur. Um­rædd­ur kafli ligg­ur milli Hvassa­hrauns og gatna­móta við Krýsu­vík­ur­veg.

Þarna hafa orðið nokk­ur al­var­leg um­ferðarslys á und­an­förn­um árum. Nú síðast lét pólsk­ur maður lífið þegar fólks­bif­reið og snjóruðnings­tæki skullu sam­an 12. janú­ar sl. í Straums­vík.

Í sam­göngu­áætlun er gert ráð fyr­ir því að fé verði sett í verk­efnið Krýsu­vík­ur­veg­ur-Hvassa­hraun á öðru tíma­bili, þ.e. árin 2025-2029. Í viðtali við Morg­un­blaðið 17. janú­ar sl. sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra að hag­kvæm­ast væri að breikka Reykja­nes­braut í nú­ver­andi veg­stæði og mætti þá hugs­an­lega flýta fram­kvæmd­um, þannig að þær gætu haf­ist eft­ir tvö ár í stað sex.

Full­trú­ar Hafn­ar­fjarðarbæj­ar funduðu með Vega­gerðinni á föstu­dag vegna máls­ins. Var það fyrsti fund­ur­inn um þessa fram­kvæmd. Frek­ari funda­höld eru framund­an að sögn Rósu. Stefnt er að því að Hafn­ar­fjarðarbær eigi fund með full­trú­um ál­vers­ins í Straums­vík á morg­un, föstu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert