Fengu 112 milljónir í bætur

Kræsingar fengu 112 milljónir í skaðabætur.
Kræsingar fengu 112 milljónir í skaðabætur.

Matvælastofnun hefur greitt fyrirtækinu Kræsingum í Borgarnesi 112 milljónir króna í skaðabætur vegna „nautabökumálsins“ sem upp kom á árinu 2013.

„Þetta var klárað fyrir jól, er jólagjöfin mín það árið. Ég hef gert upp við alla þá birgja sem stóðu með mér í erfiðleikunum og biðu með kröfur sínar,“ segir Magnús Níelsson, eigandi fyrirtækisins í Morgunblaðinu í dag.

Kræsingar sem áður hétu Gæðakokkar voru sýknaðar af kæru um vörusvik í nautabökum sem lögð var fram vegna rannsóknar Matvælastofnunar og fékk síðan skaðabótaskyldu Mast viðurkennda fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Síðan hefur verið togast á um fjárhæð skaðabóta og mat á tjóni sveiflast frá 69 milljónum upp í rúmar 200 milljónir. Mast bauð 69 milljónir í samræmi við yfirmat. Segist Magnús að lokum hafa tekið því en með vöxtum og kostnaði sem Mast tók þátt í varð upphæðin 112 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert