Fengu 112 milljónir í bætur

Kræsingar fengu 112 milljónir í skaðabætur.
Kræsingar fengu 112 milljónir í skaðabætur.

Mat­væla­stofn­un hef­ur greitt fyr­ir­tæk­inu Kræs­ing­um í Borg­ar­nesi 112 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur vegna „nauta­böku­máls­ins“ sem upp kom á ár­inu 2013.

„Þetta var klárað fyr­ir jól, er jóla­gjöf­in mín það árið. Ég hef gert upp við alla þá birgja sem stóðu með mér í erfiðleik­un­um og biðu með kröf­ur sín­ar,“ seg­ir Magnús Ní­els­son, eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins í Morg­un­blaðinu í dag.

Kræs­ing­ar sem áður hétu Gæðakokk­ar voru sýknaðar af kæru um vöru­svik í nauta­bök­um sem lögð var fram vegna rann­sókn­ar Mat­væla­stofn­un­ar og fékk síðan skaðabóta­skyldu Mast viður­kennda fyr­ir héraðsdómi og Hæsta­rétti. Síðan hef­ur verið tog­ast á um fjár­hæð skaðabóta og mat á tjóni sveifl­ast frá 69 millj­ón­um upp í rúm­ar 200 millj­ón­ir. Mast bauð 69 millj­ón­ir í sam­ræmi við yf­ir­mat. Seg­ist Magnús að lok­um hafa tekið því en með vöxt­um og kostnaði sem Mast tók þátt í varð upp­hæðin 112 millj­ón­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert