Nefndir og ráð ríkisins nú 665

mbl.is/Kristinn Magnússon

Á Norðurlöndum nema á Íslandi hefur á undanförnum árum verið leitað leiða til þess að fjarlægjast formlegt samráð við hagsmunaaðila og í stað þess fagþekking innan stjórnkerfisins aukin.

Hér hefur hins vegar verið viðhaldið samráðskerfinu, að sögn Stefaníu Óskarsdóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Alls eru 665 nefndir, ráð og stjórnir nú starfræktar á vegum íslenska ríksins og hefur þeim fjölgað um 10% frá árinu 2017, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Spurð hvaða breytingar hafi átt sér stað annars staðar á Norðurlöndum, sem hafi kallað á kerfisbreytinguna, svarar hún: „Ein af forsendunum fyrir því að samráðskerfi sé starfrækt er að hagsmunasamtökin sem í hlut eiga tali í nafni alls hópsins. En það sem hefur verið að gerast víða, meðal annars í Skandinavíu, er að þessi hagsmunasamtök eru að brotna upp og eru ekki jafn öflug og áður.“

Þar af leiðandi hefur dregið úr kostum samráðskerfisins fyrir ríkisvaldið þar sem ekki er hægt að treysta því að samtökin tali fyrir nægilega stóran hóp, að sögn Stefaníu. „Hér [á Íslandi] eru hins vegar hagsmunasamtökin mjög sterk og hafa sterka stöðu gagnvart ríkisvaldinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert