Sigurður T. Sigurðsson

Sigurður T. Sigurðsson
Sigurður T. Sigurðsson

Sigurður T. Sigurðsson, fv. formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 21. janúar síðastliðinn, á 89. aldursári.

Sigurður fæddist 5. júlí 1931 í Hafnarfirði, yngstur þriggja barna þeirra Sigurðar T. Sigurðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Hann ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í skóla, útskrifaðist úr Flensborgarskólanum 1949. Með skóla starfaði hann m.a. hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga og sinnti ýmsum störfum til sjós og lands að námi loknu. Þannig vann hann á Keflavíkurflugvelli á árunum 1951-1954. Sumarið 1972 réði hann sig til starfa í álverinu í Straumsvík og vann þar til 1981.

Sigurður kynntist verkalýðsmálum strax sem unglingur en faðir hans var í stjórn Hlífar árin 1940-1950. Skömmu eftir að hann byrjaði hjá Ísal í Straumsvík var hann kosinn trúnaðarmaður starfsmanna og gegndi því starfi til 1979. Sigurður átti sæti í stjórn Hlífar frá 1973 til 1978. Árið 1981 var hann kjörinn varaformaður Hlífar og réðst til starfa hjá félaginu um það leyti. Sigurður varð formaður Hlífar 1987 og gegndi því til ársins 2002. Eftir það starfaði hann í nokkur ár sem ritari Hlífar, eða til ársins 2008. Sigurður lét víða til sín taka í ræðu og riti í baráttu sinni fyrir bættum hag verkafólks. Ungur lét hann að sér kveða í þeim efnum en í viðtali við Sigurð í 100 ára afmælisblaði Hlífar árið 2007 segist hann hafa verið rekinn úr starfi á Vellinum árið 1954 vegna afskipta sinna af verkalýðsmálum.

Eftirlifandi börn Sigurðar eru Sigurður Tryggvi, fæddur 1957, Guðrún, fædd 1958, Kolbrún Dagbjört, fædd 1961, Berglind, fædd 1964, og tvíburarnir Edda Sif og Elfa Björk, fæddar 1969. Afa- og langafabörn Sigurðar eru orðin 22 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert