Skipaður hefur verið starfshópur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóða sem þar féllu 14. janúar. Verkefni starfshópsins er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum og gera tillögur um aðgerðir sem treyst geti stoðir byggðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Þrír ráðherrar standa á bak við skipun hópsins. Það eru forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Starfshópinn skipa eftirfarandi:
Teitur Björn Einarsson, lögmaður, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra, formaður
Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra
Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Steinunn Guðný Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar