Áhyggjur af starfsfólkinu

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Auðvitað ber maður kvíðboga gagn­vart stöðu starfs­fólks þegar stór vinnu­veit­andi þarf að draga sam­an segl­in,“ seg­ir Kol­beinn Gunn­ars­son, formaður verka­lýðsfé­lags­ins Hlíf­ar í Hafnar­f­irði.

Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag hafa stjórn­end­ur ál­vers Rio Tinto í Straums­vík ákveðið að fram­leiða aðeins 184 þúsund tonn af áli í ár, en fram­leiðslan var 212 þúsund tonn árið 2018. Raun­ar varð tals­verð rösk­un á starf­sem­inni í fyrra þegar slökkva þurfti á ein­um af þrem­ur ker­skál­um ál­vers­ins. Því fylgdu þá strax minni af­köst og sam­drátt­ur í kaup­um á raf­orku af Lands­virkj­un.

Nokkuð á þriðja hundrað fé­lags­manna Hlíf­ar starfar í eða í tengsl­um við ál­verið. Kol­beinn hef­ur þær upp­lýs­ing­ar að minni fram­leiðsla í ál­ver­inu eigi ekki að þýða fækk­un starfs­manna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í  Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert