Guðmundur bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar lætur af störfum

Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri.
Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri. mbl.is

Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Ástæða starfsloka er sögð ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji, segir þar jafnframt.

Bæjarritari, sem er staðgengill bæjarstjóra, mun gegna starfinu fyrst um sinn, en fram kemur að það muni skýrast á allra næstu dögum hvernig ráðningu bæjarstjóra verði hagað.

Meirihlutinn f.h. bæjarstjórnar, óskar Guðmundi velfarnaðar og þakkar honum fyrir samstarfið. Guðmundur vill koma á framfæri einlægum þökkum til íbúa Ísafjarðarbæjar fyrir frábærar viðtökur og ánægjulegt samstarf. Hann segir það heiður að hafa fengið tækifæri til að vinna að mikilvægum hagsmunamálum Vestfirðinga með kraftmiklu starfsfólki sveitarfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert