Kórónaveiran veldur usla

Kína. Eystra er fólk með grímur til varnar hugsanlegum heimsfaraldri
Kína. Eystra er fólk með grímur til varnar hugsanlegum heimsfaraldri AFP

Kórónaveiran sem nú geisar austur í Kína veldur því að nokkur brögð hafa verið að því síðustu daga að þarlendir hópar hafi afbókað hópferðir hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri.

Umrædd veira veldur alvarlegri sýkingu í lungum og hefur þegar hér er komið sögu orðið að minnsta kosti 56 að bana. Þá hafa 2.000 manns sýkst af veirunni. Viðbrögð stjórnvalda eystra á síðustu dögum hafa verið þau að loka fyrir ferðalög Kínverja úr landi. Frá og með deginum í dag verða skipulagðar hópferðir inn í landið og út úr því svo bannaðar. Talsmenn ferðaþjónustu á Íslandi telja of snemmt að segja nokkuð um áhrif þessa eða hve lengi lokunin standi, en hafa megi í huga að Kínverjar séu fjórði fjölmennasti hópurinn sem hingað komi.

Sóttvarnargrímur seljast grimmt í apótekum á Íslandi þessa dagana og kaupendurnir eru yfirleitt ferðamenn frá Kína, sem vilja vera við öllu búnir.

„Þegar svona veira kemur fram á sjónarsviðið verða menn auðvitað smeykir og eðlilegt að gripið sé til hámarksviðbúnaðar í upphafi meðan mörgum spurningum er ósvarað,“ segir Kristófer Oliversson í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert