Byggja 500 manna fundarsal

Stracta-þorpið stækkar Ráðstefnuhúsið verður sunnan við herbergjaálmurnar, lengst frá aðalhúsinu
Stracta-þorpið stækkar Ráðstefnuhúsið verður sunnan við herbergjaálmurnar, lengst frá aðalhúsinu Ljósmynd/Aðsend

Eigendur Stracta-hótelsins á Hellu eru að undirbúa byggingu fundar- og ráðstefnusalar fyrir 400-500 manns og bæta við gistingu í sérstæðum smáhýsum.

Málið hefur verið kynnt fyrir byggðaráði Rangárþings ytra þar sem vel var tekið í að stækka lóð hótelsins í þessum tilgangi.

Stracta-hótelið á Hellu var opnað á árinu 2014 og hafa framkvæmdir haldið áfram. Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri og eigandi, segir að á síðasta ári hafi verið bætt við 32 gistiherbergjum. Á næstunni verði tekinn í notkun gangur úr gleri sem biðsalur fyrir þá gesti sem vilji sjá norðurljósin. Er hann kallaður Vetrarbrautin. Þar verða sæti eins og í biðsal flugstöðvar og hægt að kaupa veitingar.

„Við erum með stóra lóð en eftir því sem meira er framkvæmt þurfum við að fá hana stækkaða til framtíðar,“ segir Hreiðar í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert