Jarðskjálftar skoðaðir í áhugaverðu myndskeiði

Frá íbúafundi í Grindavík í gær þar sem fjallað var …
Frá íbúafundi í Grindavík í gær þar sem fjallað var um stöðuna vegna landriss. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Svona framsetning segir manni miklu meira heldur en að sjá skjálftana teiknaða á landslag ofan frá,“ segir tölvunarfræðingurinn Bæring Gunnar Steinþórsson. Á myndbandi sem hann deildi á Youtube má sjá myndræna framsetningu á jarðskjálftum síðustu 60 daga á Reykjaneshrygg.

Þarna má sjá skjálftana frá 29. nóvember í fyrra til hádegisins í dag.

Mismunandi litir á kúlum tákna hversu langt er liðið frá jarðskjálftun­um.

Kúlurnar í myndskeiðinu stækka eftir því sem skjálftinn er stærri en stærsta kúlan er skjálfti upp á 3,7 að stærð.

Bæring hefur áður lagst í svipað verkefni en hann hefur áður hannað vefsíðu þar sem hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni við Reykjanes í þrívídd. Auk þess hannaði Bæring þrívíddarkort af virkni í Bárðarbungu sem vakti mikla athygli og flettingar í því nálgast nú fimmtíu milljónir.

Bæring Gunnar Steinþórsson vefforritari.
Bæring Gunnar Steinþórsson vefforritari.

Óhætt er að segja að vef­ur­inn sem Bær­ing gerði um jarðvirkn­ina í Bárðarbungu í kring­um jarðhrær­ing­arn­ar í Holu­hrauni hafi slegið í gegn en tæp­lega millj­ón manns heim­sóttu hann á einni viku eft­ir að hann fór fyrst í loftið.

„Ég fæ enn tölvupóst frá fólki sem hefur mikinn áhuga á að sjá meira af jarðskjálftavirkni en bara úr Bárðarbungu,“ segir Bæring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert