Kínverskri nýárshátíð á Íslandi aflýst

Hermaður stendur vörð í Peking fyrir framan mynd af kommúnistaleiðtoganum …
Hermaður stendur vörð í Peking fyrir framan mynd af kommúnistaleiðtoganum sáluga Maó Zedong. AFP

Vegna kórónaveirunnar hefur verið ákveðið að aflýsa kínverskri nýárshátíð sem átti að halda í Hörpu 2. febrúar og í Háskólabíói 3. febrúar.

Á hátíðinni átti að koma fram listahópur frá Innri-Mongólíu í Kína en hætt hefur verið við komu hans til landsins af öryggisástæðum.

„Okkur þykir afar leitt að aflýsa hátíðinni en erum þó öll sammála um að það sé rétt og skynsamlegt,“ segir Þorgerður Anna Björnsdóttir, kínverskukennari við Konfúsíusarstofnun, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert