Raforkan verður ekki nýtt í annað á meðan

Verksmiðja Rio Tinto í Straumsvík er annar stærsti raforkukaupandi Landsvirkjunar.
Verksmiðja Rio Tinto í Straumsvík er annar stærsti raforkukaupandi Landsvirkjunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Raforkan sem Rio Tinto hefði keypt en gerir ekki verður ekki seld til annarra.“ Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, spurður út í þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að Rio Tinto tilkynnti í liðinni viku að fyrirtækið hygðist aðeins nýta 85% af þeirri raforku sem fyrirtækið hafði samið um kaup á frá Landsvirkjun.

Ástæðuna fyrir samdrættinum sagði upplýsingafulltrúi Rio Tinto í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag fyrst og fremst vera lágt heimsmarkaðsverð á áli. Hörður segir að Rio Tinto geti hvenær sem er óskað eftir því að auka raforkukaupin að nýju.

„Það veldur því að við getum ekki skuldbundið okkur til þess að afhenda þessa orku til annarrar starfsemi.“ Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hörður að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto hafi síðarnefnda fyrirtækið heimild til þess að draga úr kaupunum sem nemi 15% af heildarumfangi samningsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert