Lægðir víkja og lífið ljúft

Sé mið tekið af árstíma má búast við aðgerðalitlu veðri víðast hvar á landinu næstu daga. Yfir norðurpólnum er hvirfill sem stýrir ferð–um og hraða lægðanna um norðanvert Atlantshaf og hann hefur á síðustu dögum verið að veikjast.

Á Íslandi verður útkoman úr þessu hægviðri og betri dagar með, en hiti verður frá frostmarki í tíu stiga gadd. Að vísu má búast við norðanskoti á föstudaginn, en heildarmyndin er sú að tíðin er að batna í bili. Þannig ættu fólki að gefast góð tækifæri til útiveru til dæmis um helgina. Veðrið í gær var heldur ekki amalegt og margir þá á ferðinni. Snjókarlinn lét sér þó fátt um finnast, enda forgengilegur og bíður nú örlaga sinna í batnandi tíð.

Allir helstu þjóðvegir voru greiðfærir í gær, en hálka og hálkublettir eru þó víða, svo sem á stærstum hluta leiðarinnar milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þá er daginn farið mjög að lengja, sem aftur leiðir til þess að brúnin á landanum er farin að lyftast og lífið er ljúft.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert