Um 200 ferðum frestað

Air Iceland Connect hefur aflýst tæplega 40% ferða í janúar.
Air Iceland Connect hefur aflýst tæplega 40% ferða í janúar. mbl.is/Sigurður Bogi

Air Ice­land Conn­ect hef­ur orðið að af­lýsa tæp­lega 40% áætlaðra ferða það sem af er janú­ar eða um 200 ferðum, einkum vegna veðurs, en í ein­staka til­fell­um vegna bil­ana. Á sama tíma í fyrra féllu um 10% ferða niður eða um 50 ferðir.

Flest­ar flug­ferðir fé­lags­ins eru til Ísa­fjarðar, Ak­ur­eyr­ar og Eg­ilsstaða. Að jafnaði eru tvær ferðir á dag til Ísa­fjarðar, þrjár til fimm ferðir til Eg­ilsstaða og fjór­ar til sex til Ak­ur­eyr­ar.

Í Morgujn­blaðinu í dag seg­ir Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Air Ice­land Conn­ect, að veður hamli oft­ast flugi til Ísa­fjarðar og á því hafi ekki orðið breyt­ing í líðandi mánuði, en hlut­fall niður­felldra ferða sé líka hátt á Ak­ur­eyri og til Eg­ilsstaða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert