Borgin ítrekar mikilvægi Bíós Paradísar

Bíó Para­dís sýn­ir nýj­ar áhuga­verðar kvik­mynd­ir frá öll­um heims­horn­um auk …
Bíó Para­dís sýn­ir nýj­ar áhuga­verðar kvik­mynd­ir frá öll­um heims­horn­um auk hvers kyns eldri mynda, er­lendra sem inn­lendra, hýs­ir kvik­mynda­hátíðir og stend­ur fyr­ir fjöl­breytt­um kvik­mynda­tengd­um viðburðum, að því er seg­ir á vefsíðu kvik­mynda­húss­ins. mbl.is/Golli

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar var gerð grein fyrir erfiðri rekstrarstöðu Bíós Paradísar á fundi ráðsins 13. janúar síðastliðinn þar sem samþykktur var skammtímasamstarfssamningur við kvikmyndahúsið, sem miðar að því að tryggja starfsemi þess fram til júní 2020, auk þess sem ráðið bókaði mikilvægi þess að leiða yrði leitað til að halda starfsemi þess áfram.

Þetta staðfestir Hjálmar Sveinsson, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Bíó Paradís við Hverfisgötu hefur öðlast sess sem mikilvæg menningarstofnun í Reykjavík. Bíóið hefur meðal annars verið vettvangur fyrir vinsælar kvikmyndahátíðir, menningarsamstarf við önnur lönd og skólasýningar fyrir grunnskólanemendur. Ráðið telur mikilvægt að leita leiða til að Bíó Paradís haldi starfsemi sinni áfram,“ segir í bókun ráðsins.

Framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, Hrönn Sveinsdóttir, staðfesti við mbl.is í morgun að öllu starfsfólki kvikmyndahússins hefði verið sagt upp. Starfsfólkið hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest og mun starfsemi Bíós Paradísar því að öllum líkindum haldast óbreytt fram til 1. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert