Fengu greiddar bætur úr ríkissjóði

Guðjón Skarphéðinsson er einn þeirra sem hefur stefnt ríkinu og …
Guðjón Skarphéðinsson er einn þeirra sem hefur stefnt ríkinu og krefst bóta. mbl.is/Golli

Ríkissjóður Íslands greiddi bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála í gær. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Þar kemur fram að Albert Klahn Skaftason, Guðjón Skarphéðinsson og Kristján Viðar Júlíusson hafi fengið greiddar bætur sem og maki og börn Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Marinós Ciesielski. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. Við samþykkt laganna tók forsætisráðuneytið við keflinu af ríkislögmanni um ákvörðun bótafjárhæða. Alls voru greiddar út 774 milljónir.

Í lög­un­um er kveðið á um að greiðsla bót­anna komi ekki í veg fyr­ir að bótaþeg­arn­ir geti sótt frek­ari bæt­ur fyr­ir dóm­stól­um, en Guðjón Skarp­héðins­son er sá eini sem hef­ur stefnt rík­inu til greiðslu bóta vegna máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka