Líður vel þrátt fyrir kuldann

John Snorri Sigurjónsson ætlar sér á tind K2.
John Snorri Sigurjónsson ætlar sér á tind K2. Ljósmynd/Aðsend

Fjallagarpurinn John Snorri og föruneyti hans eru núna í grunnbúðum eitt á fjallinu K2 en á morgun verður lagt af stað í grunnbúðir tvö.

Öllum líður vel þrátt fyrir kalt veðrið, að því er sagði í facebookfærslu leiðangursins, þar sem kom einnig fram að fólkið hefði hitað sér súpu til að hlýja sér.

Í dag mun hópurinn hvílast til að safna kröftum fyrir vinnuna sem er fram undan á morgun; ferðalagið í grunnbúðir tvö, sem eru í 6.700 metra hæð.

Tindur K2 er í 8.611 metra hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka