Nokkrir litlir skjálftar í morgun

Horft yfir Grindavík. Þorbjörn á vinstri hönd.
Horft yfir Grindavík. Þorbjörn á vinstri hönd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítil jarðskjálftavirkni var við Grindavík í nótt en í morgun hafa fimm litlir skjálftar mælst, sá stærsti 1,4 af stærð. Enn er landris við fjallið Þorbjörn.

Nýjasta GPS-úrvinnslan sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um 3 cm frá 20. janúar, segir á vef Veðurstofunnar.

Þar kemur enn fremur fram að erfitt sé að túlka breytingar út frá einstaka mælipunktum en með því að skoða meðaltal þéttari mælinga sé greinilegt að landris er enn í gangi.

Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu og að áfram finnist stærstu skjálftarnir í hrinunni í grennd við Grindavík. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-5 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Algengast er að kvikuinnskotavirkni ljúki án eldsumbrota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert