Skortir veruleikatengslin

Guðmundur Ragnarsson.
Guðmundur Ragnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkalýðshreyfinguna á Íslandi skortir tengsl við veruleika og heilbrigða skynsemi. Ekki er tekin málefnaleg umræða um vandamál og afleiðingar heldur farið í manninn. Þetta segir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM.

„Vandamálið er popúlisminn sem ræður ríkjum í verkalýðshreyfingunni,“ segir Guðmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann varar við kröfum Eflingar um hækkun aðstoðarfólks á leikskólum í Reykjavík. Verði þau sambærileg byrjunarlaunum leikskólakennara hefjist höfrungahlaup á vinnumarkaði með ófyrirséðum afleiðingum.

Best hefði farið á því að fylgja rammasamningi sem verkalýðshreyfingin gerði fyrir árin 2015-2018. Lífskjarasamningurinn sem gerður var í fyrra tryggi ekki stöðu fólks með meðaltalslaun, sem haldi ekki í við verðbólgu. Þetta gerist vegna þess að ASÍ og starf þess nú sé í rúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka