Tómas Sullenberger endurreisir Kost

Tómas Sullenberger
Tómas Sullenberger mbl.is/Kristinn Magnússon

Tómas Gerald Sullenberger kaupmaður hefur tekið upp merki föður síns, Jóns Geralds, og opnað vefverslunina Kostur.is. Þar eru í boði amerískar vörur, líkt og í versluninni Kosti í Kópavogi sem lokað var í desember 2017.

Til að byrja með verða 80-100 vörur í boði á vefsíðunni en neytendur munu móta framboðið.

„Ég fylgist vel með því sem er að gerast í Ameríku í smávörum og matvöruverslunum. Það er mikil þróun á ameríska markaðnum og samkeppnin mikil. Þar er mikil vöruþróun og stöðugt eitthvað nýtt að koma á markað. Það er klárlega eitt af markmiðum mínum að geta verið vakandi fyrir því sem er nýjast og flottast á markaðnum og geta gripið það og komið því hingað til Íslands,“ segir Tómas um markmið sitt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert