„Enn ein skítasprengjan frá ríkinu“

Breytingar Íslandspóst koma illa við héraðsfréttamiðla, bæði þá sem bjóða …
Breytingar Íslandspóst koma illa við héraðsfréttamiðla, bæði þá sem bjóða áskrift og fríblöð. mbl.is/Snorri

„Það er ljóst að við þurf­um að grípa til aðgerða. við erum í mjög erfiðum og viðkvæm­um rekstri og þetta er hel­vít­is högg fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Gunn­ar Gunn­ars­son, einn eig­enda og rit­stjóri Aust­ur­frétta, um þær breyt­ing­ar Ísland­s­pósts að fella niður gjald­skrá fyr­ir „blöð og tíma­rit“ og færa blöð inn í al­menna gjald­skrá með magnafslætti. Hækk­un á kostnaði við dreif­ingu nem­ur um 28,5 pró­sent­um í til­felli Aust­ur­glugg­ans, sem gef­inn er út af Útgáfu­fé­lagi Aust­ur­lands, líkt og Aust­ur­frétt.

Gunn­ar seg­ist alls ekki hafa átt von á hækk­un­um af þessu tagi og þær komi eðli­lega illa við rekst­ur­inn.

„Það er langt um­fram ein­hverj­ar verðlags­hækk­an­ir. Við erum búin að vera í þung­um rekstri lengi, sem gild­ir um okk­ur og aðra héraðsfréttamiðla, að við erum að reyna að finna ein­hverj­ar leiðir og sam­hliða því eru all­ir að bíða eft­ir því að fjöl­miðlafrum­varpið fari í gegn. Þessi hækk­un fer þó langt með að éta upp það sem við mynd­um fá út úr fjöl­miðlafrum­varp­inu. Ríkið gef­ur í skyn að það ætli að gefa með ann­arri hend­inni á meðan það er svo sann­ar­lega búið að taka með hinni.“

Mögu­lega ódýr­ara að halda úti eig­in bíl

Magnús Magnús­son, rit­stjóri Skessu­horns, tek­ur í sama streng og Gunn­ar. „Þetta kem­ur sér mjög illa. Þetta er 26 pró­senta hækk­un, á sama tíma og það er verið að boða lífs­kjara­samn­inga og stöðug­leika­samn­inga og hvað þetta allt heit­ir. Þetta er enn ein skíta­sprengj­an frá rík­inu í garð okk­ar litlu fjöl­miðlanna.“

Magnús seg­ir þó að Skessu­horn muni spjara sig. „Lang­stærst­um hluta af okk­ar blöðum er dreift af okk­ur sjálf­um, blaðburðarbörn­um hjá okk­ur. Svo send­um við um 700 blöð í sveit­irn­ar á Vest­ur­landi. Þetta er kannski ekki stærsti skell­ur­inn fyr­ir okk­ur en þetta eru bara skíta­skila­boð frá rík­inu. Við höf­um fengið hækk­an­ir á hverju ein­asta ári síðustu 20 árin. Við sjá­um nú fram á að mögu­lega sé ódýr­ara fyr­ir okk­ur að halda úti okk­ar eig­in raf­magns­bíl og keyra með blöðin í póst­kass­ana, held­ur en að kaupa þessa þjón­ustu af fyr­ir­tæk­inu sem gef­ur sig út fyr­ir að sinna slíkri þjón­ustu.“

„Mjög vond­ar frétt­ir fyr­ir okk­ur“

Fyr­ir utan að leggja niður flokk­inn „blöð og tíma­rit“ til­kynnti Ísland­s­póst­ur það einnig í vik­unni að dreif­ingu á ónafn­merkt­um fjöl­pósti yrði hætt á höfuðborg­ar­svæðinu, Akra­nesi, Sel­fossi og Reykja­nesi. Breyt­ing­arn­ar taka gildi 1. maí næst­kom­andi. Þess­ar breyt­ing­ar koma sér illa fyr­ir þá héraðsfréttamiðla sem gefið hafa út fríblöð. Miðlar eins og Vík­ur­frétt­ir á Suður­nesj­um þurfa nú að finna nýj­ar leiðir til að koma blöðunum til les­enda.

„Við erum búin að vera með fríblað síðan 1980. Fyrstu tvö, þrjú árin var blaðinu dreift í versl­an­ir, bens­ín­stöðvar og á fleiri stað hér á Suður­nesj­um. Þegar við fór­um að gera þetta af meiri al­vöru árið 1983 þá réðum við okk­ar blaðburðafólk en nokkr­um árum síðar þá fór Póst­ur­inn að bjóða upp á þessa þjón­ustu, sem var mun þægi­legra. Það er gríðarleg vinna að halda utan um slíkt. Þetta eru því mjög vond­ar frétt­ir fyr­ir okk­ur og ég veit ekki hvað við ger­um,“ seg­ir Páll Hilm­ar Ket­ils­son, rit­stjóri Vík­ur­frétta.

Fólk vill fá blaðið til sín

Hann von­ast til að ein­hver sjái tæki­færi breyt­ing­um hjá Ísland­s­pósti og fari að bjóða upp á dreif­ingu á svæðinu. Ger­ist það ekki verði hann að breyta dreif­ing­unni eitt­hvað. Ein leiðin væri að bjóða fólki að ger­ast áskrif­end­ur og merkja blöðin. Áskrift­in yrði þá vænt­an­lega ein­ung­is kostnaðar­verð við dreif­ing­una, en það að merkja póst­inn yrði alltaf ein­hver auka­vinna. Önnur leiðin væri að fara aft­ur til upp­hafs­ins og dreifa blöðunum víða á op­in­ber­um stöðum. „Þá geta ein­hverj­ir sparað sér kol­efn­is­sporið, en við finn­um það samt enn þá að fólk vill fá blaðið til sín. Við heyr­um ekki annað og höf­um fengið sterk viðbrögð við því.“

Páll seg­ir aðstand­end­ur Vík­ur­frétta aðeins ætla að sofa á þessu, en ef það ger­ist ekk­ert sem henti þeim á næstu vik­um þá verði tekn­ar ein­hverj­ar ákv­arðanir varðandi dreif­ing­una. „Það er alla­vega ljóst að við verðum að hafa frek­ar hraðar hend­ur hvað þetta varðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka