Fyrsta rannsóknar- eða veiðiskipið fer til loðnumælinga um helgina og tvö önnur fljótlega.
Er það nokkrum dögum fyrr en áætlað hafði verið. Var þetta ákveðið á fundi fulltrúa Hafró og útgerðar í gær.
Í upphafi verður mesta áherslan lögð á að kanna loðnugöngur við Suðausturland enda hafa borist tilkynningar frá togurum um loðnu fyrir austan land, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.