Játaði ólöglegar veiðar við Namibíu

Ljósmynd/Aðsend

Skipstjórinn Arngrímur Brynjólfsson hefur játað að hafa stundað ólöglegar veiðar við Namibíu. Dómur verður kveðinn upp yfir honum á miðvikudaginn.

Frá þessu er greint í namibíska dagblaðinu New Era. Arngrímur var handtekinn í nóvember grunaður um hafa brotið gegn lögum um veiðar við strendur Namibíu, sem kveða á um að ekki sé heimilt að veiða á grynningum, innan við 200 metra frá ströndinni.

Togarinn Heinaste er í eigu dótturfélags útgerðarfyrirtækisins Samherja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert