Erfitt að vinna í 30 stiga frosti

John Snorri á Esjunni í desember.
John Snorri á Esjunni í desember. Ljósmynd/Aðsend

John Snorra og göngufélaga hans Tomaz Rotar gekk vel að festa öryggislínur fyrir leiðina upp í grunnbúðir tvö í fjallinu K2.

„Fjallið er þakið bláum ís og þess vegna þurfa þeir að vinna hægt og varfærnislega. Á meðan John Snorri var að laga öryggislínuna þurfi Tomaz að tryggja öryggi hans. Það er 30 stiga frost og vindur og því erfitt að vinna með höndunum,“ segir í Facebook-færslu leiðangursins.

Þegar hún var skrifuð í gær voru John Snorri og Rotar komnir aftur í grunnbúðir eitt en í dag ætla þeir að halda áfram leið sinni upp í grunnbúðir tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka