Fimm sagt upp hjá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands er í Höfðaborg í Reykjavík.
Þjóðskrá Íslands er í Höfðaborg í Reykjavík. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Fimm starfsmönnum Þjóðskrár Íslands var sagt upp nú um mánaðamótin. Uppsagnirnar ná til starfsfólks á þremur sviðum stofnunarinnar; þjóðskrársviði, fasteignaskrársviði og þjónustusviði, en tæplega hundrað manns vinna nú hjá Þjóðskránni.

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir í samtali við Morgunblaðið að stofnunin hafi þurft að hagræða á undanförnum misserum þar sem minni fjármunir hafi verið lagðir í rekstur stofnunarinnar og því miður hafi þurft að segja upp fólki vegna hagræðingarinnar.

„Það er mjög þung ákvörðun að þurfa að grípa til sparnaðaraðgerða sem þessara, að segja upp fólki, til þess að lækka launakostnað,“ segir Margrét sem ítrekar að farið hafi verið yfir alla útgjaldaliði Þjóðskrár og þeir lækkaðir áður en gripið var til þess ráðs að segja upp starfsfólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert