Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að yfirstandandi jarðskjálftahrina norðan Grindavíkur sé afleiðing landriss síðustu daga og séu engin merki um að eldgos sé að hefjast.
„Við leggjum áherslu á að íbúar Grindavíkur fari yfir heimili og vinnustaði hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum, myndum, vösum og öðru veggskrauti sem getur fallið vegna jarðskjálfta.“
Á vefsíðu almannavarna má finna leiðbeiningar um forvarnir og viðbrögð við jarðskjálftum:
https://www.almannavarnir.is/…/ja…/varnir-gegn-jardskjalfta/
https://www.almannavarnir.is/…/jardskja…/krjupa-skyla-halda/
https://www.almannavarnir.is/…/jardskja…/eftir-jardskjalfta/