Illviðramánuður hefur kvatt

Umhleypingar og snjór í janúar.
Umhleypingar og snjór í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mánuðurinn hefur verið heldur illviðrasamur. Það er ekki alveg auðvelt að bera saman mánuði hvað þetta varðar, en hann er samt í hópi 10 illviðrasömustu mánaða síðustu 70 ár að ég tel.“

Þetta sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Morgunblaðið bað hann að gefa nýliðnum janúarmánuði einkunn.

Hiti í mánuðinum hefur verið ívið undir meðallagi síðustu tíu ár – kaldast að tiltölu á Vestfjörðum en hlýjast á Austfjörðum, segir Trausti. Úrkoma hefur verið óvenjumikil á Vestfjörðum, sennilega falla janúarmet á fáeinum stöðvum þar um slóðir. Úrkoma hefur líka verið yfir meðallagi víðast norðanlands en undir meðallagi á Austfjörðum. Snjór hefur verið með meira móti sumstaðar á Vestfjörðum og á stöku stað nyrðra en annars ekki mjög mikill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert