Lítum ekki niður á aðra!

Anette Stahl.
Anette Stahl. mbl.is/RAX

„Við tölum meðal annars um vaxandi gyðingahatur á okkar dögum og skilaboð mín eru skýr: Lítum aldrei niður á aðra manneskju! Eins og við vitum þá myrtu nasistar ekki bara gyðinga, heldur líka fatlaða, samkynhneigða, pólitíska andstæðinga og fleiri. Það er svo mikilvægt að halda þessari sögu á lofti. Ofsóknirnar byrja á gyðingum en enda ekki þar.“

Þetta segir sænsk-pólski gyðingurinn Anette Stahl en hún er óþreytandi að segja sögu ömmu sinnar, Jozefu Stahl, sem lifði helförina af en missti alla fjölskyldu sína.

„Hvað ef nasistar hefðu lokið helförinni og unnið stríðið? Hefði þá orðið friður í heiminum? Nei, þeir hefðu ráðist á einhverja aðra. Þeir töldu að þeir væru yfir aðra hafnir og slíkt hugarfar megum við aldrei líða. Enginn er öðrum æðri í þessum heimi. Það vil ég kenna börnunum í dag. Gyðingahatur og hatur almennt hefur færst í vöxt á undanförnum árum og maður verður reglulega vitni að ótrúlegri vanþekkingu og fordómum fólks,“ bætir Anette við en ítarlega er rætt við hana í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert