Margir sett sig í samband við Veðurstofuna

Horft yfir Bláa lónið með fjallið Þorbjörn í baksýn.
Horft yfir Bláa lónið með fjallið Þorbjörn í baksýn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hægst hefur á jarðskjálftavirkni við Grindavík undanfarna klukkutíma. Um 700 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti en enginn þeirra hefur mælst yfir 3,0 að stærð.

Að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er erfitt að segja til um hvaða þýðingu skjálftarnir hafa fyrir þróunina næstu daga.

Veðurstofan hefur fengið fjölda tilkynninga frá íbúum sem hafa fundið skjálfta, en hægt er að senda slíkar tilkynningar á heimasíðu Veðurstofunnar. Segir Sigþrúður að því til viðbótar hafi margir hringt í Veðurstofuna til að láta vita eða spyrjast fyrir um skjálftavirknina, einkum í gærkvöldi þegar tveir snarpir skjálftar voru.

„Margir eru smeykir, sem er auðvitað skiljanlegt,“ segir Sigþrúður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert