Ræða ástæðu gliðnunar

Sprungan í Eldey hefur gliðnað undanfarna daga.
Sprungan í Eldey hefur gliðnað undanfarna daga.

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur óskað eft­ir fundi með sér­fræðing­um Veður­stofu Íslands og Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands til ræða viðbrögð við gliðnun stóru sprung­unn­ar í Eld­ey.

Í ljós kom við mæl­ingu í fyrra­dag að hún hafði breikkað um tæpa 3 sentí­metra frá því síðast var mælt, fyr­ir ári, en sprung­an hafði þá ekki hreyfst frá því byrjað var að mæla fyr­ir um fimm árum.

Eld­ey er friðuð og í um­sjá Um­hverf­is­stofn­un­ar. René Bi­a­so­ne, sér­fræðing­ur þar, seg­ir að stofn­un­in telji rétt að at­huga málið bet­ur. Ef klett­ur­inn hryn­ur niður í sjó fara með hon­um mörg hundruð súlu­hreiður en fugl­inn er friðaður. Í Eld­ey er ásamt Vest­manna­eyj­um stærsta súlu­varp lands­ins og báðar byggðirn­ar tald­ar mik­il­væg­ar á alþjóðavísu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert