Ræða ástæðu gliðnunar

Sprungan í Eldey hefur gliðnað undanfarna daga.
Sprungan í Eldey hefur gliðnað undanfarna daga.

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir fundi með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands til ræða viðbrögð við gliðnun stóru sprungunnar í Eldey.

Í ljós kom við mælingu í fyrradag að hún hafði breikkað um tæpa 3 sentímetra frá því síðast var mælt, fyrir ári, en sprungan hafði þá ekki hreyfst frá því byrjað var að mæla fyrir um fimm árum.

Eldey er friðuð og í umsjá Umhverfisstofnunar. René Biasone, sérfræðingur þar, segir að stofnunin telji rétt að athuga málið betur. Ef kletturinn hrynur niður í sjó fara með honum mörg hundruð súluhreiður en fuglinn er friðaður. Í Eldey er ásamt Vestmannaeyjum stærsta súluvarp landsins og báðar byggðirnar taldar mikilvægar á alþjóðavísu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert