Yfir 700 skjálftar við Grindavík

Horft yfir Grindavík.
Horft yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðasta sólarhring hafa yfir 700 jarðskjálftar mælst í grennd við Grindavík og eru þeir flestir staðsettir um 2,5 km norðaustur af Grindavík.

Þetta kemur fram í yfirliti frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir, að töluvert hafi dregið úr virkninni síðan í morgun og hafi engir skjálftar yfir 3,0 af stærð mælst í dag. Enn megi þó gera ráð fyrir að þessi hrina, sem í raun hófst 21. janúar, haldi áfram. 

Enn er verið að fara yfir minni skjálftana og búast má við því að staðsetningar á þeim skjálftum á vefsíðu Veðurstofunnar geti breyst eftir úrvinnslu að sögn Veðurstofunnar. 

Nýjasta GPS-úrvinnsla sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn.

Skjálftayfirlit á vef Veðurstofu Íslands 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka