Íþróttafélög úr hagnaði í taprekstur

Um 60% barna taka þátt í íþróttum eða stunda heilsurækt.
Um 60% barna taka þátt í íþróttum eða stunda heilsurækt. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Rekstur hverfisíþróttafélaganna í Reykjavík hefur versnað. Afkoman var neikvæð á árinu 2018 eftir jákvæða útkomu á árunum á undan. Fór afkoma aðalstjórna og deilda úr því að skila liðlega 100 milljóna króna afgangi í heildina á árunum 2016 og 2017 í það að vera neikvæð um tæpar 20 milljónir kr. á árinu 2018.

Kemur þetta fram í nýjum drögum að stöðumati varðandi stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkurborgar til ársins 2030 sem voru til umfjöllunar á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í síðustu viku. Hluti af stöðumatinu er úttekt á rekstri.

Meðal skýringa á versnandi stöðu félaganna er að laun og verktakagreiðslur þeirra hafa hækkað um 51,4%, eða um 542 milljónir kr., á árunum 2014 til 2018, sem er töluvert umfram launavísitölu. Heildarkostnaður við laun og verktakagreiðslur var 1,6 milljarðar á árinu 2018.

KR skuldar mest

Í heildina jukust skuldir nokkuð árið 2018 eftir að hafa lækkað á árinu á undan. Skuldastaða félaganna er mjög mismunandi. KR skuldar mest eða um 200 milljónir og hafa skuldirnar aukist verulega frá árunum á undan. Skuldir Fjölnis hafa einnig aukist. Skuldir handknattleiksdeilda hafa aukist verulega á þessum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert