Óttast að ráðherra sé eyland

„Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu,“ sagði Áslaug Arna …
„Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu,“ sagði Áslaug Arna í svari sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hrósaði í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi í dag fyrir það skref sem tekið var í gær þegar brottflutningi pakistanskrar fjölskyldu var frestað og breytingar boðaðar á málsmeðferðartíma.

Þorgerður sagði skrefið mikilvægt en ekki nógu stórt. Þá sagðist hún óttast, þekkjandi forsögu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu, að núverandi dómsmálaráðherra væri eyland hvað þessi mál varðaði, sérstaklega innan eigin flokks. Ítrekaði Þorgerður að Áslaug Arna hefði stuðning Viðreisnar.

Aldrei heyrt aðra eins vitleysu

„Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu,“ sagði Áslaug Arna í svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn Þorgerðar, og nefndi máli sínu til stuðnings að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði leitt þá vinnu að skipa þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingalög og að Ólöf Nordal hefði tekið við því og klárað þau lög sem unnið væri eftir í dag.

Þorgerður Katrín óttast að Áslaug Arna sé eyland í sínum …
Þorgerður Katrín óttast að Áslaug Arna sé eyland í sínum flokki þegar kemur að málefnum flóttafólks. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var mikilvægt skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans að koma þessum málum þannig fyrir að þau séu rædd af yfirvegun og í þeim tilgangi að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert