Verkföll í borginni á morgun

Fulltrúar Eflingar og Reykjavíkurborgar funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun.
Fulltrúar Eflingar og Reykjavíkurborgar funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi í kjara­deilu Efl­ing­ar við Reykja­vík­ur­borg er lokið án sam­komu­lags og því ljóst að verk­fallsaðgerðir Efl­ing­ar hefjast klukk­an 12:30 á morg­un eins og boðað hafði verið.

Þetta staðfest­ir Harpa Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar, en deiluaðilar funda aft­ur á miðviku­dag klukk­an 15:00.

Verk­fallsaðgerðir munu hafa áhrif á 63 leik­skóla borg­ar­inn­ar, hjúkr­un­ar­heim­ili, þjón­ustu­íbúðir og sorp­hirðu í borg­inni og tek­ur til 1.850 starfs­manna.

Harpa seg­ir að það hafi verið ófrá­víkj­an­leg krafa Efl­ing­ar að niður­stöður í vakta­vinnu­hópi klárist fyrst. Fundað verði um þau mál á miðviku­dags­morg­un og því seg­ir Harpa að það hafi nán­ast verið ómögu­legt að ganga frá ein­hverj­um samn­ingi fyr­ir það.

Ljóst er að vinnu­stöðvun verður því á morg­un en dag­skrá henn­ar og annarra fyr­ir­hugaðra stöðvana má sjá hér að neðan:

Þriðju­dag­ur 4. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12:30 og fram til klukk­an 23:59.

Fimmtu­dag­ur 6. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukk­an 23:59.

Þriðju­dag­ur 11. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 12:30 og fram til klukk­an 23:59.

Miðviku­dag­ur 12. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukk­an 23:59.

Fimmtu­dag­ur 13. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og fram til klukk­an 23:59.

Mánu­dag­ur 17. fe­brú­ar 2020: Vinna lögð niður frá kl. 00:01 og ótíma­bundið eft­ir það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert