Bannað efni opið á RÚV

Siðspilltir norskir útrásarvíkingar ráða ráðum sínum.
Siðspilltir norskir útrásarvíkingar ráða ráðum sínum. Skjáskot/NRK

Norska sjónvarpsþáttaröðin Exit, sem fjallar um úrkynjaðan og siðspilltan lífsstíl manna úr fjármálaheiminum, eins og það er orðað á vef RÚV, er opin öllum í spilara RÚV, bæði á netinu og í sjónvarpinu, þó svo að þáttaröðin sé rauðmerkt og því stranglega bönnuð börnum.

Í kæru Símans til Fjölmiðlanefndar vegna málsins, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er bent á að engar aðgangsstýringar séu á spilara Ríkisútvarpsins til að verja börn og ungmenni fyrir grófu myndefni. Jafnframt er athygli nefndarinnar vakin á að þarna sé á ferðinni einstaklega gróft efni sem bannað sé börnum 16 ára og yngri.

Í 28. grein laga um fjölmiðla frá árinu 2011 segir orðrétt í efnislið C: „Heimilt er að miðla hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntun sem ekki er talið við hæfi barna að því tilskildu að tryggt sé með viðeigandi tæknilegum ráðstöfunum að börn hafi ekki aðgang að því.“

Á vef og Facebook-síðu RÚV er efnið kynnt rækilega og sagt að kvörtunum góðborgara hafi rignt yfir Norska ríkissjónvarpið NRK frá frumsýningu þáttanna síðasta haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka