Hættur við gagnaver á Hólmsheiði

Öflun viðskiptavina í gagnaver er ekki hluti af kjarnastarfsemi Símans.
Öflun viðskiptavina í gagnaver er ekki hluti af kjarnastarfsemi Símans. mbl.is/​Hari

Fjarskiptafélagið Síminn hefur ákveðið að falla frá fyrirhuguðum áætlunum um byggingu tíu þúsund fermetra, 10 MW gagnavers á nýju athafnasvæði á Hólmsheiði.

Gunnar Fjalar Helgason, yfirmaður stefnumótunar hjá Símanum, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðunin um að reisa ekki eigið gagnaver sé ekki ný af nálinni. Hinsvegar hafi menn beðið eins lengi og hægt var með að láta frá sér lóðirnar.

„Við veltum því fyrir okkur í mörg ár hvort við ættum að byggja okkar eigin gagnaver eða ekki. Niðurstaðan var sú að semja frekar við gagnaver Verne Global á Ásbrú,“ segir Gunnar Fjalar um þetta mál í Morgunblaðiinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert