„Í rauninni er þetta ekki boðlegt“

Sigríður Þórðardóttir hefur verið leikskólastjóri á Árborg í 32 ár …
Sigríður Þórðardóttir hefur verið leikskólastjóri á Árborg í 32 ár og þetta er í fyrsta sinn sem starfsfólk á skólanum leggur niður störf. Hún styður kröfur Eflingar heilshugar og segir laun leikskólaliða ekki boðleg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

43 af 54 börn­um á leik­skól­an­um Árborg í Árbæ voru send heim í há­deg­inu vegna verk­fallsaðgerða Efl­ing­ar. Ell­efu börn eru eft­ir í skól­an­um. Sig­ríður Þórðardótt­ir hef­ur verið leik­skóla­stjóri á Árborg í 32 ár og þetta er í fyrsta sinn sem starfs­fólk á skól­an­um legg­ur niður störf. 

„Þetta er al­veg ný reynsla. Það er svo­lítið sér­stakt að vita ekki hvort við séum að fara að ganga inn í langt tíma­bil eða hvort þetta sé bara þessi vika. Auðvitað hef­ur þetta áhrif á allt,“ seg­ir Sig­ríður í sam­tali við mbl.is. 

Verk­fallsaðgerðirn­ar í dag eru þær fyrstu af sex sem boðaðar hafa verið vegna kjara­deilu 1.850 starfs­manna fé­lags­ins hjá Reykja­vík­ur­borg. Um eitt þúsund fé­lag­ar í Efl­ingu starfa í skól­um í Reykja­vík og bitna aðgerðirn­ar á 63 leik­skól­um, mis­mikið þó, en nær til um 3.500 barna. 

„Hjá okk­ur hef­ur það þau áhrif að ég er að senda 43 börn heim, það verða ell­efu eft­ir í skól­an­um,“ seg­ir Sig­ríður. Einn af þrem­ur deild­ar­stjór­um er í Efl­ingu og því verður einni deild­inni al­farið lokað en óheim­ilt er að færa starfs­menn á lokaðri deild sem eru í öðrum stétt­ar­fé­lög­um yfir í störf á öðrum deild­um.

Tveir deild­ar­stjór­ar, auk Sig­ríðar og aðstoðarskóla­stjóra, eru nú eft­ir í leik­skól­an­um og hjálp­ast að við að ann­ast börn­in ell­efu sem eft­ir eru. 

Starfsfólk leikskólans Árborgar sem eru félagsmenn í Eflingu lögðu niður …
Starfs­fólk leik­skól­ans Árborg­ar sem eru fé­lags­menn í Efl­ingu lögðu niður störf klukk­an 12:30. Leið flestra lá í Iðnó þar sem boðað hef­ur verið til bar­áttufund­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Enn meiri áhrif á fimmtu­dag 

Næsti samn­inga­fund­ur í deil­unni er á morg­un en ef samn­ing­ar nást ekki á þeim fundi verður aft­ur verk­fall á fimmtu­dag og þá nær það yfir all­an dag­inn. Börn­un­um á deild­un­um tveim­ur sem hægt er að halda opn­um hef­ur verið skipt niður í hópa og mun ann­ar hóp­ur því vera á leik­skól­an­um á fimmtu­dag, komi til verk­falls. 

„Við erum búin að skipta börn­un­um á tveim­ur deild­um niður í 11 barna hópa sem mega vera, en svo meg­um við ekki við neinu. Ef upp koma veik­indi hjá þess­um tveim­ur starfs­mönn­um á þessu tíma­bili þá þarf ég að loka,“ seg­ir Sig­ríður. 

Starfs­menn eld­húsa í leik­skól­um borg­ar­inn­ar leggja einnig niður störf en það hef­ur þó ekki áhrif á Árborg. „Reynd­ar erum við þannig sett að við kaup­um mat­inn ann­ars staðar frá þannig að það verður nóg að borða hér,“ seg­ir Sig­ríður. 

Styður bar­áttu leik­skólaliða heils­hug­ar

Aðstæðurn­ar á Árborg eru sér­stak­ar í dag að mati Sig­ríðar en hún styður kröfu­gerð Efl­ing­ar í kjaraviðræðum við Reykja­vík­ur­borg.  

„Ég styð fylli­lega að það sé tími kom­inn á að starfs­fólk í leik­skól­um fái betri kjör. Það er ekki spurn­ing. Þetta er fólkið sem held­ur uppi dag­vist­un­ar­mál­um í Reykja­vík í dag. Okk­ur fækk­ar, leik­skóla­kenn­ur­um, og það er bara staðreynd­in,“ seg­ir hún.  

Sig­ríður seg­ir það ekki boðlegt hversu lág laun leik­skólaliða eru, ekki síst þeirra sem hafa starfað í leik­skólaum­hverf­inu í ára­tugi. „Ég er að horfa á launa­seðil hjá mann­eskju sem stytt­ist í að fari á eft­ir­laun og hún er leik­skólaliði og hún er með heild­ar­laun 360.000 og er að fá út­borgað inn­an við 300.000 eft­ir alla sína starfsævi. Í raun­inni er þetta ekki boðlegt. Ég styð bar­áttu þeirra heils­hug­ar.“

Boðað hef­ur verið til bar­áttufund­ar í Iðnó sem er nýhaf­inn. Verk­fallsaðgerðirn­ar ná yfir sex daga, sem fyrr seg­ir, í um 95 klukku­stund­ir alls, ým­ist frá há­degi til miðnætt­is eða í heil­an sól­ar­hring. Ná­ist ekki samn­ing­ar fyr­ir 17. fe­brú­ar leggja fé­lags­menn niður störf sama dag og ótíma­bundið eft­ir það. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert