Ljúka breikkun vegarins haustið 2023

Unnið að breikkun Suðurlandsvegar.
Unnið að breikkun Suðurlandsvegar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegagerðin áformar að breikka Suðurlandsveg frá nýju hringtorgi sem útbúið verður á vegamótunum við Biskupstungnabraut og að Gljúfurholtsá við Kotstrandarkirkju.

Er þetta liðlega 7 kílómetra kafli og telst annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið hefur verið boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu og á því að vera að fullu lokið í lok september 2023.

Vegurinn verður að mestu breikkaður í núverandi vegstæði en þó verður tekinn af hlykkur sem nú er á veginum austan við Kotstrandarkirkju og verður vegurinn þar lagður í nýtt vegstæði. Gera þarf nýja hliðarvegi og heimreiðar, nokkur vegamót, steyptar brýr og reiðgöng, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert