Smáskilaboð til allra ferðamanna á flugvellinum

Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Ferðamenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smáskilaboð með upplýsingum í tengslum við kórónuveiruna eru nú send á alla ferðamenn sem lenda á Keflavíkurflugvelli.

Í skilaboðunum kemur meðal annars fram að ef fólk hefur verið í Kína, sérstaklega í borginni Wuhan síðustu fjórtán daga, eigi það að fylgjast með vel með heilsu sinni þangað til fjórtán dagar hafa liðið síðan það yfirgaf svæðið.

Einnig er því bent á að hafa samband við læknavaktina ef það er með hita, hósta eða eigi  erfitt með andardrátt.

Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis hefur það tekið nokkurn tíma að geta sent smáskilaboðin vegna tæknilegra vandkvæða. Hann bendir á að spjöldum með skilaboðum vegna faraldursins hafi einnig verið dreift í flugvélum.

Hann hvetur fólk sem hefur veikst til að hringja í læknavaktina í stað þess að mæta á heilsugæslustöð eða sjúkrahús.

Aðspurður segir hann að engar fregnir hafi borist af mögulegu smiti hérlendis af völdum veirunnar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert