Þrívíddarprentari bjargar mannslífum

Plasthjarta. Læknar geta æft sig.
Plasthjarta. Læknar geta æft sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrívíddarprentari sem leysti eldri prentara af hólmi á Heilbrigðistæknisetrinu fyrir tveimur árum hefur reynst vel. Með nýju tækninni hefur tekist að bjarga mannslífum.

Tæknin er nýtt í um það bil 20-25 aðgerðum á ári, mest í flóknum hjarta- og höfuðkúpuaðgerðum. Útbúnar eru eftirlíkingar af líffærum sjúklinga til að læknar geti æft flóknar skurðaðgerðir.

Hægt er að stytta aðgerðartímann um allt að fjórðung, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert